Segir stríð vera nauðsyn 11. desember 2009 04:15 Barack Obama Bandaríkjaforseti tók við friðarverðlaunum Nóbels í gær, fáeinum dögum eftir að hafa ákveðið að senda fleiri hermenn til Afganistan. „Trúin á það að friður sé æskilegur dugar sjaldnast til þess að öðlast hann," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. „Ofbeldislaus hreyfing hefði ekki getað stöðvað hersveitir Hitlers. Samningaviðræður geta ekki sannfært leiðtoga Al Kaída um að leggja niður vopn," sagði Obama. Hins vegar viðurkenndi hann að stríð hefði alltaf óbærilegan kostnað í för með sér. „Engu skiptir hvernig stríð er réttlætt, það er alltaf ávísun á mannlegan harmleik." Hann dró heldur ekkert undan þegar hann minntist á hermennina, sem hann hefur nýlega ákveðið að senda til Afganistans: „Sumir þeirra munu drepa, sumir verða drepnir." Hins vegar lagði hann áherslu á að reyna þyrfti allar aðrar leiðir áður en gripið væri til þess ráðs að fara í stríð. Áður en Obama mætti til verðlaunaafhendingarinnar sagðist hann telja að margir aðrir ættu þau frekar skilið en hann sjálfur. Norðmenn voru margir hverjir ósáttir við að Obama skyldi ekki hafa þegið matarboð hjá Haraldi Noregskonungi, eins og löng hefð er fyrir þegar friðarverðlaun Nóbels eru afhent. Hann brá einnig út af ýmsum öðrum venjum, sem fylgt hafa verðlaunaafhendingunni áratugum saman. Hann efndi ekki til blaðamannafundar, bauð ekki upp á sjónvarpsviðtal og kom hvorki fram á friðarsamkomu barna né tónleikum, eins og fyrri verðlaunahafar hafa gert. Hann mætti heldur ekki í kvöldmat með norsku Nóbelsverðlaunanefndinni og fór ekki að skoða sýningu sem sett hefur verið upp honum til heiðurs. „Af öllu því sem hann hefur afboðað tel ég verst að hann skuli afboða hádegisverð með konunginum," sagði Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, í viðtali við dagblaðið Verdens Gang. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins telja 44 prósent Norðmanna Obama hafa sýnt dónaskap með því að setjast ekki að snæðingi með Haraldi konungi. Í Stokkhólmi fór einnig fram Nóbelsverðlaunahátíð í gær þar sem afhent voru verðlaun í bókmenntum, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
„Trúin á það að friður sé æskilegur dugar sjaldnast til þess að öðlast hann," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. „Ofbeldislaus hreyfing hefði ekki getað stöðvað hersveitir Hitlers. Samningaviðræður geta ekki sannfært leiðtoga Al Kaída um að leggja niður vopn," sagði Obama. Hins vegar viðurkenndi hann að stríð hefði alltaf óbærilegan kostnað í för með sér. „Engu skiptir hvernig stríð er réttlætt, það er alltaf ávísun á mannlegan harmleik." Hann dró heldur ekkert undan þegar hann minntist á hermennina, sem hann hefur nýlega ákveðið að senda til Afganistans: „Sumir þeirra munu drepa, sumir verða drepnir." Hins vegar lagði hann áherslu á að reyna þyrfti allar aðrar leiðir áður en gripið væri til þess ráðs að fara í stríð. Áður en Obama mætti til verðlaunaafhendingarinnar sagðist hann telja að margir aðrir ættu þau frekar skilið en hann sjálfur. Norðmenn voru margir hverjir ósáttir við að Obama skyldi ekki hafa þegið matarboð hjá Haraldi Noregskonungi, eins og löng hefð er fyrir þegar friðarverðlaun Nóbels eru afhent. Hann brá einnig út af ýmsum öðrum venjum, sem fylgt hafa verðlaunaafhendingunni áratugum saman. Hann efndi ekki til blaðamannafundar, bauð ekki upp á sjónvarpsviðtal og kom hvorki fram á friðarsamkomu barna né tónleikum, eins og fyrri verðlaunahafar hafa gert. Hann mætti heldur ekki í kvöldmat með norsku Nóbelsverðlaunanefndinni og fór ekki að skoða sýningu sem sett hefur verið upp honum til heiðurs. „Af öllu því sem hann hefur afboðað tel ég verst að hann skuli afboða hádegisverð með konunginum," sagði Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, í viðtali við dagblaðið Verdens Gang. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins telja 44 prósent Norðmanna Obama hafa sýnt dónaskap með því að setjast ekki að snæðingi með Haraldi konungi. Í Stokkhólmi fór einnig fram Nóbelsverðlaunahátíð í gær þar sem afhent voru verðlaun í bókmenntum, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira