Stuðningur við ungmenni 11. desember 2009 06:00 Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niðurskurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari halloka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofnana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru margar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjölbreyttur. Það er varasamt í samfélagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verðmætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hittust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í náttúrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferðafræði reynslunáms (e. experiential learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoranir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og settar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og kölluðu það Hálendishópinn. Reykjavíkurborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þessum ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fagmanna. Í tímans rás þróaðist úrræðið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyldum ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefninu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræðinu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoðuðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmennin og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekkingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálfun og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun