Erlent

Kínverskt fyrirtæki áhugasamt

Búist er við áframhaldandi samstarfi Ford og Volvo þótt Ford-verksmiðjurnar selji hlut sinn í Volvo.
Fréttablaðið/Pjetur
Búist er við áframhaldandi samstarfi Ford og Volvo þótt Ford-verksmiðjurnar selji hlut sinn í Volvo. Fréttablaðið/Pjetur
Forsvarsmenn Ford-bílaverksmiðjanna sögðu í gær samninga við kínversku bílaframleiðendurna Geely Group um sölu á Volvo-verksmiðjunum langt komna. Líklegt er talið að samningar takist á nýju ári.

Ford eignaðist Volvo-verksmiðjurnar árið 1999, en eins og aðrir bílaframleiðendur, sérstaklega í Bandaríkjunum, hefur Ford átt í miklum fjárhagsvanda undanfarið.

Sérfræðingar telja víst að Volvo-bílarnir verði áfram hannaðir og framleiddir í Svíþjóð þrátt fyrir breytt eignarhald, enda hluti af vörumerkinu. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×