Innlent

Rifist um nærbrækur og bossa á Alþingi

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksmaður framsóknarmanna, sagði Samfylkinguna hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir á nærbrókinni með framgöngu sinni í eftirlaunamálinu gagnvart samstarfsflokknum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag um hin umdeildu eftirlaunalög æðstu ráðamanna ríkisins.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvaðst hafa tekið eftir miklu nærbuxnatali hjá stjórnarandstöðuþingmönnum og spurði hvort það væri til merkis um að þeir vildu fara að komast heim í jólafrí.

Siv kom þá aftur upp og sagði að það þyrfti ekkert að tala um nærbrækur í þessu sambandi. Þegar Samfylkingin færi ein fram með svo viðkvæmt mál væri það eins og að rasskella samstarfsflokkinn á beran bossann. Þetta væri hneyksli og sýndi sýndarmennsku gagnvart samstarfsflokknum og fyrirlitningu af æðstu gráðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×