Innlent

Flugumferðarstjórar undrast ákvörðun samgönguráðherra

Kristján Möller samgönguráðherra.
Kristján Möller samgönguráðherra.

Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra undrast að Kristján L. Möller samgönguráðherra skuli tilkynna fyrirvaralaust, án nokkurs samráðs við starfsfólk sem hlut á að máli, að ekkert verði af fyrirhuguðum flutningi flugleiðsöguþjónustu á Keflavíkurflugvelli til Flugstoða ohf. núna um áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn félagsins hefur sent fjölmiðlum.

Flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugvelli, sem eru starfsmenn Flugmálastjórnar Keflavíkur-flugvallar, segjast hafa fengið bréf, í september síðastliðnum, um að störf þeirra yrðu lögð niður og Flugstoðir ohf. tækju við ráðningarsamningi þeirra í ársbyrjun 2009.

Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist líta svo á að flugumferðarstjórar á Keflavíkur-flugvelli hafi með umræddri tilkynningu í raun verið ráðnir til Flugstoða og að þeir verði starfsmenn Flugstoða frá og með 1. janúar 2009. Af því leiði að engir flugumferðarstjórar verði starfandi á vegum Keflavíkurflugvallar ohf., hins opinbera hlutafélags sem tekur á nýársdag formlega við þeim rekstri sem áður heyrði undir Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar og Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×