Innlent

Friðarsinnar ganga niður Laugaveginn á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan korter í sex og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan sex.

Í tilkynningu frá Samstarfshópi friðarhreyfinga segir að friðargangan á Þorláksmessu sé nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár sé sú tuttugasta og níunda röðinni. Að venju muni friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.

Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Birna Þórðardóttir framkvændastjóri Menningarfylgdar Birnu flytur ávarp en fundarstjóri er Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.

Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.

Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×