Innlent

Nóg til af jólatrjám

Björgunarsveit Hafnarfjarðar segir enga ástæða til að óttast að skortur verði á jólatrjám í landinu fyrir þessi jól þar sem mun meira virðist vera af íslenskum trjám á markaðnum í ár en oft áður.

Björgunarsveitin, sem sjálf selur jólatré í fjáröflunarskyni í Hvalshúsinu við Reykjavíkurveg, segir í tilkynningu að jólatrjáasalan hafi farið hægt af stað en vonast sé til að hún taki við sér um helgina. Erfitt sé að segja um ástæður lítillar sölu. Ávallt hefur verið reynt að eiga nægilega mikið af trjám en erfitt sé að spá fyrir um sveiflur í framboði.

Töluverð umfjöllun hafi verið um skort á jólatrjám, þó ekki hafi enn reynst ástæða fyrir henni. Segir Björgunarsveitin að reynt hafi verið að eiga meira en nóg af trjám og mikið sé enn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×