Innlent

Allar helstu þjóðleiðir færar

Allar helstu þjóðleiðir um landið eru færar, ef frá er talin leiðin milli byggða á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum þar sem Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru tepptar.

Vegagerðin varar þó við að snjór og hálka og jafnvel éljagangur erum á flestum leiðum víðast hvar um landið. Hálkublettir eru á fjölförnustu leiðum í nágrenni Reykjavíkur, þar á meðal bæði á Reykjanesbraut og á Kjalarnesi, og hálka og snjókoma eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×