Innlent

Hæna laus á Suðurlandsvegi

MYND/Hari

Tilkynning um lausa hænu á Suðurlandsvegi var meðal þeirra tilkynninga sem bárust lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku eftir því sem segir í dagbók hennar.

Þar kemur fram að vikan hafi verið annasöm, meðal annars vegna tíðra hraðakstursbrota. Þá var átta sinnum tilkynnt um laus dýr við vegi í sýslunni en mjög mikið er um lausagöngu dýra að sögn lögreglu. Er þá helst um að ræða hesta og kindur en þó var einnig tilkynnt um lausa nautgripi og eina hænu á Suðurlandsvegi. Ekki fylgir sögunni hvaðan hún kom eða hver afdrif hennar urðu á þessum fjölfarna vegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×