Innlent

Guðfríður Lilja hættir sem forseti Skáksambandsins

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fráfarandi formaður Skáksambandsins.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fráfarandi formaður Skáksambandsins.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lætur af embætti forseta Skáksambands

Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fer á morgun. Guðfríður Lilja hefur gegnt embættinu síðastliðin fjögur ár og er fyrsta og eina konan sem það hefur gert, auk þess að hafa gegnt embætti forseta

Skáksambands Norðurlanda.

Búist er við spennandi kosningum um nýjan forseta Skáksambandsins, en tveir eru í framboði, Óttar Felix Hauksson og Björn Þorfinnsson. Þeir hafa báðir setið í stjórn Skáksambandsins undanfarin ár, Óttar Felix sem varaforseti og Björn sem gjaldkeri og almennur stjórnarmaður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Skáksambandinu.

Aðalfundur Skáksambandsins fer fram á morgun laugardag 3. maí í

Skákhöllinni Faxafeni 12 og hefst klukkan 10.00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×