Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu verða hylltir á miðvikudaginn við hátíðlega athöfn í miðbæ Reykjavíkurborgar. Þeir, ásamt öðrum Ólympíuförum munu fara frá Hlemmi áleiðis að Arnarhóli klukkan 18:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.
„Í tilefni af heimkomu silfurverðlaunahafa og annarra íslenskra Ólympíufara býður ríkisstjórnin,Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar miðvikudaginn 27. ágúst," segir í tilkynningunni.
„Ferð Ólympíufaranna hefst á Hlemmi kl. 18:00 á opnum vagni og er förinni heitið niður Laugveg og lýkur á Arnarhóli þar sem þjóðin hyllir þá kl. 18:30."