Erlent

Niktótín gegn elliglöpum

Lyf með nikótíni geta hugsanlega nýst í baráttunni gegn elliglöpum. Tilraunir lækna við King College í London benda til þess að með notkun lyfja sem innihalda nikótín sé hægt að fresta því um allt að sex mánuði að sjúklingar með elliglöp þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.

Læknarnir leggja mikla áherslu á að eftir sem áður sé nikótín sterkt og vandabindandi eiturefni, en tilraunir þeirra sýna þó að notkun þess í lyfjum geti bætt minni og athyglisgáfu og að því leyti gagnast sjúklingum með elliglöp. Nikótín hressir upp á flæði adrenalíns í líkamanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×