Keyrt var á ungan dreng í Lönguhlíð til móts við Miklatún nú rétt fyrir klukkan níu. Bílstjórinn missti síðan stjórn á bíl sínum og endaði á nærliggjandi ljósastaur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild var líðan drengsins nokkuð góð en hann var fótbrotinn.
Keyrt á ungan dreng við Miklatún
