Innlent

Segja álagningu á díselolíu hafa hækkað um 23%

Landssamband kúabænda segir á heimasíðu sinni að álagning olíufyrirtækjanna á díselolíu hafi hækkað um tæp 23% á þessu ári.

Landssambandið segist hafa safnað upplýsingum um innkaups- og útsöluverð díselolíu (vélaolíu) síðustu 12 mánuði, frá júlí 2007 til júní 2008, þar sem kemur fram að álagning olíufélaganna til að mæta flutningskostnaði og öðrum rekstrarkostnaði hafi aukist verulega.

Þetta er í samræmi við við nýlega könnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda,

Fyrstu sex mánuði þessa árs var álagningin 29,63 krónur á lítrann á móti 24,10 kr/ltr síðustu sex mánuði ársins 2007. Aukningin er 5,53 kr/ltr eða tæp 23%.

Niðurstöður Landssambands kúbænda má skoða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×