Innlent

Koma daglega til þess að reyna að kveikja í

Sviðin jörð blasir við nærri Hvaleyrarvatni eftir brunann í nótt.
Sviðin jörð blasir við nærri Hvaleyrarvatni eftir brunann í nótt. MYND/Lillý

Talið er að um fimm þúsund tré, allt upp í 15 ára gömul, hafi skemmst í brunanum á ræktunarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn í nótt. Starfsmaður skógræktarinnar segir brennuvarga koma þar daglega til þess að reyna að kveikja í og ásetningur þeirra sé mikill.

„Það er mikið sem hefur skemmst. Ég gæti trúað því að þetta væru um fimm þúsund tré sem eru allt upp í þriggja metta há sem hafa skemmst og þetta er líklega bruni á fjórum til fimm hekturum," segir Árni Þórólfsson, starfsmaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, sem fór um svæðið í morgun eftir brunann.

Fimmtán ára starf ónýtt

Hann telur að trén muni flest drepast þar sem þau þoli illa þann mikla hita sem myndist þegar eldur logi í sinu fyrir neðan þau. Aðspurður segir hann erfitt að meta fjárhagslegt tjón Skógræktarfélagsins ,„ en miðað við vinnu og annað má áætla að þetta sé á bilinu fimm til tíu milljónir króna," segir Árni og bætir við: „Það má segja að fimmtán ára starf sé ónýtt."

Aðspurður segir Árni þetta mikið reiðarslag fyrir skógræktarfélagið. „Það er líka þessi nagandi ótti að geta aldrei verið öruggur með neitt. Við og lögreglan höfum verið að reyna að vakta svæðið en það er kveikt í á hverjum einasta degi og stundum mörgum sinnum á dag. Þeir eru bara í þessu til þess að valda tjóni," Árni og bendir á að eldurinn hafi komið upp í nótt um hálftíma eftir að lögregla ók um svæðið. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir fylgist með lögreglunni," Árni.

Á ferð með úðabrúsa sem eldvörpur?

Árni segir að út frá skoðun á íkveikjustöðum sé talið að kveikt sé í á nokkrum stöðum í hvert skipti. Brennuvargarnir noti einhverja aðferð og slökkvilið telji hugsalegt að þeir séu með kyndla eða úðabrúsa sem þeir noti sem eldvörpur.

Þrír menn rétt undir tvítugu voru handteknir í nótt í grennd við Hvaleyrarvatn vegna gruns um að hafa kveikt þar í í nótt. Aðspurður hvort Skógræktarfélag Hafnarfjarðar muni leita réttar síns gagnvart þeim játi þeir á sig íkveikju segir Árni að að hann reikni með því. Hann bendir þó á að sönnunarbyrði í málum sem þessum sé mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×