Innlent

Öryggisvörður í 10-11 með kylfu

Öryggisvörður í verslun 10-11 í Austurstræti á yfir höfði sér kæru fyrir brot á vopnalögum eftir að hafa verið með kylfu þegar hann var að handtaka þjóf í versluninni í nótt.

Hann hélt þjófnum þar til lögregla kom á vettvang. Þegar lögreglumenn skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél í versluninni, kom kylfan í ljós, en aðeins lögreglumenn hafa heimild til hafa kylfur undir höndum og beita þeim.

Vörðurinn, sem er útlendingur, bar því við að í sínu heimalandi þætti sjálfsagt að menn við öryggisgæslu bæru kylfur til að verja sig, en þau rök halda ekki hér á landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×