Erlent

Undirbúa sig fyrir komu Dolly í vikulokin

Íbúar á landmærum Texas og Mexíkó undirbúa sig nú fyrir komu hitabeltisstormsins Dolly en hann skellur á svæðinu í vikulokin.

Töluverðar líkur eru á að þegar Dolly nær landi verði stormurinn orðinn að fellibyl. Olíufélagið Shell segir að þegar sé byrjað að flytja starfsmenn í land af olíuborpöllum félagins í vesturhluta Mexíkó flóans.

Sem stendur er Dolly nú í um 500 km fjarlægð austsuðaustur af bænum Brownsville og vindhraðinn í verstu kviðunum er orðinn rúmlega 300 km á klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×