Innlent

„Bókamúrar" verði lækkaðir með niðurfellingu gjalda ódýrustu pakka

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason talsmaður neytenda.

Ef neytandi kaupir bækur, geisladiska eða annað í smáum stíl að utan bætist við vsk. og í öðrum tilvikum tollur. Umsýsla við að reikna vsk. kostar 450 kr. - oft mun hærri fjárhæð en vsk. sjálfur. Úr þessu vill talsmaður neytenda bæta þannig að heim kominn pakki verði mun ódýrari en nú er.

Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur sett fram tillögu sem er ætlað að „draga úr umsýslukosnaði neytenda á Íslandi sem panta smáar vörusendingar beint með pósti að utan - einkum óhagkvæmum umsýslukostnaði sem býr fyrst og fremst til múra en skilar í raun litlu í þjóðarbúið."

Í tillögunni, sem beint er að fjármálaráðherra, er bent á að Ísland sé eina landið á EES-svæðinu sem er ekki með slíka reglu um niðurfellingu opinberra gjalda af smápökkum, svo sem bókum og geisladiskum. Gjöldin, sem innheimt eru, eru í mörgum tilvikum ekki í samræmi við kostnaðinn og umstangið við að reikna og innheimta þau.

Þetta kemur fram á heimasíðu talsmanns neytenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×