Erlent

Norðurlöndin auka samstarf í utanríkis- og varnarmálum

Thorvald Stoltenberg.
Thorvald Stoltenberg.

Mikill áhugi er nú á því að auka samstarf Norðurlandanna á sviði utanríkis- og varnarmála enn frekar.

Á fundi sem norrænu utanríkisráðherrarnir héldu í Luxemborg í vikunni var ákveðið að fela óháðum aðila að gera rannsókn á því hvernig efla megi þetta samstarf á næstu tíu til fimmtán árum. Það var Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs, sem fékk það verkefni að stjórna rannsókninni en reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir í árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×