Innlent

Jólatrén uppseld hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík

Jólatrén eru um það bil að seljast upp hjá Flugbjörgunarsveitinni í ár. Síðasta furan var seld fyrir stundu og aðeins eru eftir tveir norðmannsþinir.

,,Sala jólatrjáanna hefur gengið vonum framar í ár og er ljóst að Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík á trygga vini og velunnara sem koma ár eftir ár að styðja sveitina með kaupum á jólatré og flugeldum. Þessir traustu vinir stuðla þannig að því að Flugbjörgunarsveitin geti sinnt starfi sínu við leit og björgun á fólki og eigum þess," segir í tilkynningu.

Strax að loknum jólum, þann 28. desember, hefst flugeldasala björgunarsveita landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×