Innlent

Aðeins eitt fiskiskip á veiðum

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Aðeins eitt fiskiskip er á veiðum, sem er afar fátítt. Það er ísfisktogarinn Arinbjörn RE sem verður að veiðum yfir hátíðirnar og stendur til að landa aflanum í þýskalandi eftir áramót.

Þrjú flutningaskip eru svo á ferðinni, en annars er allur flotinn í landi. Það er meðal annars vegna þess að veðurspá er slæm fyrir öll mið og sjómenn eru því farnir í jólaleyfi. Þrátt fyrir slæmt sjóveður í gærkvöldi er ekki vitað um nein óhöpp um borð í skipunum, sem þá voru á landleið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×