Innlent

Gunnar einn í framboði hjá VR

Gunnar Páll Pálsson.
Gunnar Páll Pálsson.

Framboðsfrestur til formanns hjá VR rann út í gær og er núverandi formaður, Gunnar Páll Pálsson einn í kjöri. Einnig verður kosið um sjö stjórnarsæti hjá félaginu og bárust 15 framboð til stjórnar. Almennt er kosið til formanns annað hvert ár og stóð ekki til að gera það nú.

En samkvæmt tillögu Gunnars var ákveðið að ganga til formannskjörs í ljósi þeirrar gagnrýni sem upp hefur komið á störf hans að undanförnu. Gunnar hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa komið að því að aflétta ábyrgðum hjá starfsmönnum Kaupþings á sínum tíma, en formannssætinu fylgdi stjórnarseta í Kaupþingi.

Á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna þann 5. janúar næstkomandi verður kosið á milli frambjóðenda og gengið frá lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna til formanns, stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs, að því er fram kemur á heimasíðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×