Innlent

Tvenn málaferli líkleg vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing

Forsætisráðherra telur líklegt að tvenn málaferli hefjist gegn breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing, áður en frestur til málaferla rennur út í janúar. Íslensk stjórnvöld hafa nýlega skrifað þeim bresku og krafist þess að hryðjuverkalögunum verði aflétt.

Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu í morgun ásamt nokkrum öðrum ráðherrum með breskum lögfræðingum vegna deilnanna við Breta. Forsætisráðherra segir að minnsta kosti tvö mál séu í athugun.

Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt að mörkum í þessum efnum. Hann segir að stjórnvöld hafi farið fram á það við Breta að þeir aflétti hryðjuverkalögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×