Innlent

Öðrum kókaínsmyglaranum sleppt

Kókaín
Kókaín MYND/ÚR SAFNI

Ekki verður krafist frekara gæsluvarðhalds yfir kókaínsmyglara sem handtekinn var í Leifsstöða 16.desember sl. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag og verður honum sleppt. Annar maður sem tekinn var með rúmt kíló af kókaíni og talinn er tengjast þessum manni verður hinsvegar í gæsluvarðhaldi til 7.janúar.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í gær en það rennur út í dag eins og fyrr segir.

Maðurinn sætti sérstakri rannsókn og eftirliti lögreglu þar sem hann hafði flutt til landsins 6 ferðatöskur til landsins þann 9. desember síðastliðinn. Við skoðun tollgæslu kom í ljós að ein þeirra innihélt um 150 g af kókaíni, sem falið var inn í tölvuflakkara.

Var honum sleppt að lokinni röntgenrannsókn þann 16. desember sl. en handtekinn aftur daginn eftir þegar að hann vitjaði ferðatasknanna sem hann hafði verið skráður fyrir sem sendandi og móttakandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×