Innlent

Brotist inn í verslun og tvö fyrirtæki

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Brotist var inn í verslun í austurborginni í nótt og þaðan stolið skjávarpa. Öryggisvörður tilkynnti lögreglu um innbrotið og fann hún skjávarpann falinn í runna skammt frá innbrotsstað, en þjófurinn var á bak og burt. Hann er ófundinn.

Þá var brotist inn í tvö fyrirtæki í Kópavogi í nótt, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þaðan. Þjófurinn, eða þjófarnir, eru ófundnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×