Innlent

Ljósmæður sjá enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

„Við sjáum bara enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins til að vilja leysa þessa deilu og erum svartsýnar á að hún leysist á næstu dögum," sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi eftir sex klukkustunda fund með samninganefnd ríkisins sem lauk laust fyrir klukkan fimm.

„Að óbreyttri stöðu er það nokkuð ljóst," sagði Guðlaug, innt álits á því hvort hún telji að til verkfalls komi á miðnætti 3. september, og bætti því við að hún væri ekki bjartsýn á lausn deilunnar á næstu dögum en næsti fundur með samninganefndinni er klukkan tvö á morgun. „Það ber bara heilmikið í milli," sagði Guðlaug að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×