Innlent

Varað við strekkings vindi á vestanverðu landinu

Vegagerðin varar við strekkings vindur á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Stórhríð er á Hálfdán. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall.

Víða á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og hálkublettir og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir.

Á Norðausturlandi víða er flughált og á Austurlandi er hálka og hálkublettir. Ófært er um Öxi. Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir.

Í uppsveitum Suðurlands eru víða hálkublettir. Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir eru í Þrengslum.

Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót

Allar leiðir sem hafa sjö daga þjónustu verða þjónustaðar á jóla- og nýársdag en þó er miðað við að þjónustu ljúki um hádegi á langleiðum. Á öðrum helgidögum um jól og áramót er stefnt að því að þjónustu ljúki eigi seinna en á klukkan 15 á langleiðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×