Seldu fyrir um 250 milljónir króna 27. desember 2008 07:00 Mynddiskurinn Laddi 6-tugur hefur selst eins og heitar lummur, enda hefur samnefnd sýning hans slegið rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/gva Laddi, Páll Óskar og Arnaldur Indriðason eru sölukóngar ársins með tæplega áttatíu þúsund eintaka sölu. Miðað við útreikninga Fréttablaðsins þýðir þetta að Íslendingar hafa greitt rúmlega 250 milljónir króna fyrir verk þeirra á árinu sem er að líða. Mun það væntanlega tryggja þremenningum og útgefendum þeirra drjúgan skilding í vasann á þessum síðustu og verstu tímum. DVD-mynddiskurinn Laddi 6-tugur, hefur verið framleiddur í 25 þúsund eintökum, Páll Óskar hefur dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum og selt Allt fyrir ástina í fimm þúsund eintökum og nýjasta bók Arnaldar, Myrká, hefur verið prentuð í metupplagi, eða í að minnsta kosti þrjátíu þúsund eintökum. Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda, segir það einsdæmi að bók sé prentuð í svona miklu upplagi fyrir hinn smáa íslenska markað. „Yrsa er líka prentuð í þrettán þúsund eintökum. Tveir söluhæstu krimmahöfundar landsins eru að berast landsmönnum í 43 til 45 þúsund eintökum, sem er „absúrd“ tala,“ segir Kristján. Honum finnst sérlega merkilegt hvað bækur Arnaldar, og íslenskar bækur yfirhöfuð, seljast mikið á jafnskömmum tíma. „Maður hefur heyrt af bókum í Svíþjóð sem eru seldar í kannski 800 þúsund eintökum til milljón en það er yfir langan tíma. Það sem við sjáum hérna er svo skrítið. Þetta eru þrjátíu þúsund eintök hjá Arnaldi sem fara út á tveimur mánuðum, einhverjum sjö vikum. Það er ekki eins og þetta sé heilsárs tala.“ Varðandi Laddi 6-tugur segir Jón Gunnar Geirdal hjá Senu að fyrirtækið hafi aldrei áður framleitt svo mikið magn af einum mynddiski. „Þetta er langmest seldi íslenski DVD-diskurinn. Þetta er töluvert meira en Næturvaktin sem seldist í átján þúsund eintökum,“ segir hann. „Þetta er stórkostlegur árangur. Þetta er sýning sem átti bara að vera í janúar fyrir tveimur árum. Síðan seldist Best of-platan með Ladda í tíu þúsund stykkjum. Það hefur verið mikil Ladda-vakning á þessum tveimur árum sem er frábært, þannig að við fögnum þessu og rúmlega það.“ Auk þess að hafa dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum hefur Páll Óskar selt síðustu plötu sína, Allt fyrir ástina, í fimm þúsund eintökum á árinu. Fyrir jólin í fyrra seldist hún í tíu þúsundum og er því komin í fimmtán þúsund eintök. „Ég átti svo sem von á að þetta myndi ganga vel en ekki svona rosalega vel,“ segir hann um nýju safnplötuna. „Ég er innilega þakklátur fyrir þessi ofsalega hlýju viðbrögð.“ Páll segir að lykillinn að góðri sölu á Allt fyrir ástina á árinu hafi verið smáskífulögin þrjú sem komu út eftir síðustu jól, eða Betra líf, Er þetta ást? og Þú komst við hjartað í mér, í útgáfu Hjaltalín. „Þarna voru komnar út fimm smáskífur af ellefu laga plötu og ég hélt að þetta væri búið þegar Högni (Egilsson) hringdi í mig og sagðist vera búinn að gera nýja útsetningu á þessu lagi,“ segir hann. „Ég sagði: „Góði besti, kýldu á það“ og viti menn, það varð allt vitlaust.“ Palli játar að það sé sjaldgæft að plötur haldi áfram að seljast svona mikið eftir jól eins og gerðist með Allt fyrir ástina. „Auðvitað getur þetta gerst ef smáskífurnar eru fyrir hendi og líka ef listamaðurinn er duglegur að halda áfram og leggur ekki árar í bát þegar jólin eru búin,“ segir hann og er að vonum alsæll með niðurstöðuna. páll óskar Silfursafni Palla hefur verið dreift í sautján þúsund eintökum. Einnig hefur hann selt fimm þúsund eintök af Allt fyrir ástina á árinu. Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Laddi, Páll Óskar og Arnaldur Indriðason eru sölukóngar ársins með tæplega áttatíu þúsund eintaka sölu. Miðað við útreikninga Fréttablaðsins þýðir þetta að Íslendingar hafa greitt rúmlega 250 milljónir króna fyrir verk þeirra á árinu sem er að líða. Mun það væntanlega tryggja þremenningum og útgefendum þeirra drjúgan skilding í vasann á þessum síðustu og verstu tímum. DVD-mynddiskurinn Laddi 6-tugur, hefur verið framleiddur í 25 þúsund eintökum, Páll Óskar hefur dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum og selt Allt fyrir ástina í fimm þúsund eintökum og nýjasta bók Arnaldar, Myrká, hefur verið prentuð í metupplagi, eða í að minnsta kosti þrjátíu þúsund eintökum. Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda, segir það einsdæmi að bók sé prentuð í svona miklu upplagi fyrir hinn smáa íslenska markað. „Yrsa er líka prentuð í þrettán þúsund eintökum. Tveir söluhæstu krimmahöfundar landsins eru að berast landsmönnum í 43 til 45 þúsund eintökum, sem er „absúrd“ tala,“ segir Kristján. Honum finnst sérlega merkilegt hvað bækur Arnaldar, og íslenskar bækur yfirhöfuð, seljast mikið á jafnskömmum tíma. „Maður hefur heyrt af bókum í Svíþjóð sem eru seldar í kannski 800 þúsund eintökum til milljón en það er yfir langan tíma. Það sem við sjáum hérna er svo skrítið. Þetta eru þrjátíu þúsund eintök hjá Arnaldi sem fara út á tveimur mánuðum, einhverjum sjö vikum. Það er ekki eins og þetta sé heilsárs tala.“ Varðandi Laddi 6-tugur segir Jón Gunnar Geirdal hjá Senu að fyrirtækið hafi aldrei áður framleitt svo mikið magn af einum mynddiski. „Þetta er langmest seldi íslenski DVD-diskurinn. Þetta er töluvert meira en Næturvaktin sem seldist í átján þúsund eintökum,“ segir hann. „Þetta er stórkostlegur árangur. Þetta er sýning sem átti bara að vera í janúar fyrir tveimur árum. Síðan seldist Best of-platan með Ladda í tíu þúsund stykkjum. Það hefur verið mikil Ladda-vakning á þessum tveimur árum sem er frábært, þannig að við fögnum þessu og rúmlega það.“ Auk þess að hafa dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum hefur Páll Óskar selt síðustu plötu sína, Allt fyrir ástina, í fimm þúsund eintökum á árinu. Fyrir jólin í fyrra seldist hún í tíu þúsundum og er því komin í fimmtán þúsund eintök. „Ég átti svo sem von á að þetta myndi ganga vel en ekki svona rosalega vel,“ segir hann um nýju safnplötuna. „Ég er innilega þakklátur fyrir þessi ofsalega hlýju viðbrögð.“ Páll segir að lykillinn að góðri sölu á Allt fyrir ástina á árinu hafi verið smáskífulögin þrjú sem komu út eftir síðustu jól, eða Betra líf, Er þetta ást? og Þú komst við hjartað í mér, í útgáfu Hjaltalín. „Þarna voru komnar út fimm smáskífur af ellefu laga plötu og ég hélt að þetta væri búið þegar Högni (Egilsson) hringdi í mig og sagðist vera búinn að gera nýja útsetningu á þessu lagi,“ segir hann. „Ég sagði: „Góði besti, kýldu á það“ og viti menn, það varð allt vitlaust.“ Palli játar að það sé sjaldgæft að plötur haldi áfram að seljast svona mikið eftir jól eins og gerðist með Allt fyrir ástina. „Auðvitað getur þetta gerst ef smáskífurnar eru fyrir hendi og líka ef listamaðurinn er duglegur að halda áfram og leggur ekki árar í bát þegar jólin eru búin,“ segir hann og er að vonum alsæll með niðurstöðuna. páll óskar Silfursafni Palla hefur verið dreift í sautján þúsund eintökum. Einnig hefur hann selt fimm þúsund eintök af Allt fyrir ástina á árinu.
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira