Viðskipti innlent

Krafa Straums á XL nærri sex milljarðar króna

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums.

XL Leisure Group plc. hefur óskað eftir greiðslustöðvun eftir að reynt hafði verið til þrautar um alllangt skeið að koma við fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. hefur átt gott starfstarf við XL um árabil og þykir miður að ekki skyldi takast að leysa þann vanda sem fyrirtækið stóð frammi fyrir.

Alþekkt er að skilyrði til flugrekstrar hafa að mörgu leyti verið erfið að undanförnu og hefur Straumur unnið náið með stjórnendum XL að því að finna lausn á vanda fyrirtækisins. Jafnframt hefur bankinn lagt fyrirtækinu til fjármagn að undanförnu í því skyni að mæta lausafjárþörf þess.

Áhætta Straums af kröfum á hendur XL nemur um 45 milljónum evra eða 5,7 milljarðar króna. Á þessu stigi er ekki ljóst að hvaða marki þetta fé verður endurheimt. Þótt fjárhæðin sem um ræðir sé ekki léttvæg er hún lág með hliðsjón af eigin fé Straums, sem var 1,5 milljarðar evra í lok annars ársfjórðungs.

Samkomulag hefur náðst um að Straumur eignist starfsemi XL í Þýskalandi og Frakklandi, enda telur bankinn að þar sé um að ræða rekstur sem staðið geti undir sér. Starfsemi þessara fyrirtækja verður haldið áfram innan sjálfstæðra eininga. Ætlan Straums er að styðja við áframhaldandi rekstur þeirra og verður eignaraðild bankans að þeim tekin til endurskoðunar eftir því sem rétt og tímabært þykir.

Þetta segir í tilkynningu frá Straumi-Burðarás.








Tengdar fréttir

Bréf Eimskips sett á athugunarlista Kauphallarinnar

Hlutabréf í Eimskipafélaginu hafa verið færð á athugunarlista í Kauphöllinni. Þetta er gert í tengslum við skilyrði Kauphallarinnar fyrir töku hlutabréfa til viðskipta, vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta, líkt og segir í tilkynningu.

XL Leisure gjaldþrota

Breski ferðaheildsalinn XL Leisure er gjaldþrota eftir því sem heimildir Vísis herma. Félagið er að einhverju leyti í eigu Íslendinga.Þeirra á meðal er Magnúsar Stephensen. Ekki náðist í Magnús við vinnslu þessarar fréttar.

Segir meir verið að bjarga Landsbankanum en Eimskip

Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur segir að Björgólfsfeðgar hafi meir verið að bjarga Landsbankanum en Eimskip með því að kaupa 207 milljóna evra kröfuna á hendur XL Leisure Group.

XL Leisure Group í þrot

Ferðaskrifstofan XL Leisure Group í Bretlandi er gjaldþrota og mun Eimskip þar með bera ábyrgð á 27 milljarða króna láni sem það gekk í ábyrgð fyrir við sölu XL í október 2006.

Björgólfsfeðgar tilbúnir með 26 milljarða lán til að bjarga Eimskip

Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson fara fyrir hópi fjárfesta sem er tilbúinn til að veita Eimskip víkjandi lán að upphæð um 26 milljarðar fari svo að ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið eins og líkur eru á samkvæmt tilkynningu sem það sendi Kauphöllinni fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×