Innlent

Þjófar kölluðu á sjúkrabíl og voru handteknir

Kallað var eftir sjúkrabíl í Kópavog í nótt til að sækja þangað mann, sem átti að hafa dottið og skorist á hendi.

Lögreglu þótti eitthvað bogið við útkallið og fór á vettvang að kanna málið. Biðu þar tveir menn, annar skrámaður á hendi en hinn alheill.

Brátt kom í ljós að þeir höfðu bortist inn í bíl í grenndinni og sá skrámaði líklega hlotið rispurnar við það. Eftir að hafa fundið þýfi úr bílnum á hinum skrámaða, var hann plástraður á staðnum og honum og félaga hans stungið í steininn, þar sem þeir bíða yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×