Innlent

Hæstiréttur felldi gæsluvarðhald yfir Rúmenum úr gildi

Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi gælsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir tveimur Rúmenum sem komu hingað til lands þann 18. maí.

Það var lögreglan á Suðurnesjum sem fór fram á gæsluvarðhaldið en við leit í farangri Rúmenanna fann lögregla og tollgæsla 60 óútfyllt kort, samskonar og greiðslukort sem höfðu að geyma segulrönd. Voru kortin vandlega falin innan um klæðnað í ferðatöskum þeirra.

Lögreglu grunar að kortin hafi átt að nota með ólögmætum hætti og krafðist þess að Rúmenarnir yrðu úrskurðaðir í gælsuvarðhald. Við því var orðið í héraði en Hæstiréttur felldi þann úrskurð hins vegar úr gildi. Var það gert þar sem ekki þótti kominn fram nægur rökstuðningur fyrir frelsissviptingu fólksins. Var þeim því sleppt úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×