Innlent

Rekstur verslunarmanna orðinn þungur

Rekstur verslunarmanna er þungur, enda hafa innfluttar vörur hafa hækkað um 50 prósent frá áramótum. Innganga í ESB virðist eina leiðin út úr ógöngunum, segir talsmaður norðlenskra kaupmanna.

Fimmtíu prósenta gengisfall hefur orðið frá áramótum sem bitnar ekki síst á þeim sem eiga allt sitt undir innflutningi en þannig háttar til um marga kaupmenn, til dæmis fatakaupmenn.

Þegar vara hækkar um 50 prósentu í innkaupum segir sig sjálft að drjúgum hluta hækkunarinnar hlýtur að verða velt út i verðlagið með þar til gerðum verðbólguáhrifum. Þetta er mun alvarlegra vandamál fyrir íslenska neytendur en bankakrísan, segir Ragnar Sverrisson, talsmaður kaupmanna á Akureyri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×