Innlent

Dópaður ökumaður og félagi reyndust hafa margt á samviskunni

Lögreglan á Akranesi sló nokkrar flugur í einu höggi þegar hún stöðvaði ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku.

Hann og farþegi úr bifreiðinni voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu og kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus og á stolnum bíl. Í bílnum fannst svo myndavél sem stolið hafði verið í innbroti þennan morgu. Þá kom í ljós að félagarnir höfðu stolið bensíni á bensínstöð í Reykjavík og nokkru seinna höfðu þessir menn reynt að stela fatnaði í verslun á Akranesi.

Mennirnir gengust við brotum sínum og voru síðan fluttir til Reykjavíkur en farþeginn úr bifreiðinni var eftirlýstur vegna mála í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×