Innlent

Léttum bifhjólum fjölgar á Íslandi

Vinsældir vespna hafa aukist gríðarlega undanfarinn áratug og hefur fjöldi þeirra þrefaldast á áratug ef miðað er við hjól með hámarksvélarstærð 50 cc. Reglugerð um ökutæki tekur fljótlega breytingum og gætu vinsældir léttra bifjóla aukist með þeim breytingum.

„Það sem að hefur gerst nýlega er að reglugerð um ökutæki hefur breyst," segir Kjartan Þórðarson, hjá Umferðarstofu. Samkvæmt reglugerðinni verður fólki heimilt að taka próf á millistærð af bifhjólum, með vélarstærð allt að 125 cc. Kjartan segir að þetta sé heppilegt fyrir þá sem telja að stærri vélhjól henti sér ekki.

Kjartan segir að breytingin á reglugerð um ökuskírteini hafi tekið gildi í þessum mánuði. Eftir standi önnur vinna, svo sem við námsskrá og prófagerð sem gengið verður frá á næstu vikum.

Nánar verður fjallað um vespur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld kl. 21.50.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×