Innlent

Stjórnendur LSH funda með ráðherra

Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga, settir forstjórar Landspítalans.
Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga, settir forstjórar Landspítalans. MYND/Pjetur Sigurðsson

Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, situr nú fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra vegna yfirvofandi uppsagna hjúkrunarfræðinga á spítalanum.

Að sögn Ríkisútvarpsins er þess jafnvel vænst að fundað verði fram á nótt. Á fundinum sitja einnig aðrir stjórnendur Landspítalans en unnið er að neyðaráætlun sem taka á gildi þegar um hundrað skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar hætta störfum þann 1. maí.

Hjúkrunarfræðingarnir tilkynntu í dag að þeir myndu ekki falla frá uppsögnum sínum, sem tengjast deilu um vaktafyrirkomulag, þrátt fyrir að stjórnendur Landspítalans hygðust fresta breytingum fram á haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×