Innlent

Ölvaður ökumaður velti bíl og stakk af

Mynd/Vísir

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði uppi á ölvuðum ökumanni heima hjá sér eftir að hann hafði flúið af vettvangi umferðaróhapps á sunnudagsmorgun.

Lögregla fékk þá tilkynningu um bílveltu á gatanamótum Heimagötu og Vestmannabrautar. Ökumaður var ekki á staðnum þegar lögreglan kom en vitni gátu bent á hann. Hann fannst svo á heimili sínu og var færður á lögreglustöð.

Hann neitaði í fyrstu að hafa ekið bifreiðinni en síðar um daginn viðurkenndi hann að hafa ekið bifreiðinni og að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Einnig að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×