Innlent

Væntingavísitalan svört annan mánuðinn í röð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Samsett mynd/Kristinn Gunnarsson.

Fleiri íslenskir neytendur reyndust svartsýnir en bjartsýnir, annan mánuðinn í röð, að sögn Hálffimmfrétta Kaupþings.

Segir þar að væntingavísitala Gallup hafi mælst 96,7 stig í apríl en gildi undir 100 stigum tákni að fleiri séu svartsýnir en bjartsýnir. Eitthvað er mælingin þó jákvæðari en hún var í mars, að sögn þeirra Kaupþingsmanna, en þó er hún mun verri en á sama tíma í fyrra þegar vísitalan mældist 140 stig.

„Mat neytenda á núverandi ástandi hefur ekki mælst lægra frá því í lok árs 2003. Neytendur eru hins vegar heldur bjartsýnni horft til næstu sex mánaða en þá mælist vísitalan yfir 100 stigum," segir enn fremur og er klykkt út með því að almennt sveiflist væntingar neytenda í takt við gengi krónunnar enda hafi gengið gríðarleg áhrif á kaupmátt heimilanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×