Innlent

Játar á sig ólöglegar veiðar

Skipstjórinn á norska línuveiðiskipinu Gayser Senior hefur játað að hafa verið að veiðum á lokuðu svæði í Skaftárdjúpi undan Suðausturlandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, stóð skipið að meintum ólöglegum veiðum í fyrradag og var skipinu ásamt áhöfn þess vísað til hafnar í Vestmannaeyjum. Rannsókn lögreglu lauk í gærkvöldi og játaði skipstjórinn brotið en honum mun ekki hafa verið kunnugt um lokun svæðisins.

Búist er við að ákæra verði lögð fram í dag og verður gerð krafa um sekt auk upptöku afla og veiðarfæra. Útgerð skipsins mun væntanlega leggja fram tryggingu og heldur skipið í kjölfarið frá Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×