Innlent

Kompás í kvöld: Hættulegasta siglingasvæði í heimi

Exxon Valdez strandið 1989: 40 þúsund tonn af hráolíu láku úr skipinu.
Exxon Valdez strandið 1989: 40 þúsund tonn af hráolíu láku úr skipinu.
Siglingaleiðir í grennd við Ísland eru þær hættulegustu í heimi, þegar metin er ölduhæð og vindhraði. Þetta kemur fram í Kompási í kvöld í viðtali við Gísla Viggósson, forstöðumann rannsóknar- og þróunarsviðs Siglingastofnunar. Þar er rætt við hann um áhættuna sem getur falist í stórfelldum skipaflutningum með hráolíu og olíuafurðir ef verður af áformum um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Stofnunin hefur safnað gögnum um hættuna á siglingaleiðinni frá Barentshafi og suður fyrir Ísland. Gísli bendir á að tvöfallt meira tjón verður í skipaflutningum frá Mumansk til Bandaríkjanna en almennt í skipaflutningum í heiminum.

Áformað er að olíuhreinistöðin fyrir vestan muni vinna átta milljónir tonna af hráolíu á ári. Um hundrað skip á ári þarf til að flytja hráefni til stöðvarinnar og ámóta, eða fleiri skip til að flytja unnar afurðir á markað, annað hvort í Evrópu eða Bandaríkjunum.

Í Kompási á Stöð 2 í kvöld er fjallað um mengunarslys sem orðið hafa í olíuflutningum en þeim hefur farið fækkandi á síðari árum. Nokkur áberandi stórslys hafa þó svert olíuiðnaðinn og er Exxon Valdez strandið við Alaska eitt það alræmdasta á síðari tímum.

Kompás ræðir í kvöld við Steve Cowper, sem var ríkisstjóri í Alaska þegar mengunarslysið varð árið 1989. Hann sendir Íslendingum varnaðarorð vegna áforma um olíuhreinsistöð vestur á fjörðum.

Kompás er á dagskrá klukkan tíu mínútur í tíu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×