Innlent

Eimskip gefur öllum 1. bekkingum hjálma

Guðmundur P. Davíðsson, forstjóri Eimskips á Íslandi og Gylfi Ingvarsson, umdæmisstjóri Kiwanis afhentu nemendum í 1. bekk í Ártúnsskóla fyrstu hjálmana.
Guðmundur P. Davíðsson, forstjóri Eimskips á Íslandi og Gylfi Ingvarsson, umdæmisstjóri Kiwanis afhentu nemendum í 1. bekk í Ártúnsskóla fyrstu hjálmana.

Eimskipafélag Íslands hefur efnt til kynningar- og fræðsluátaks á Íslandi og í Færeyjum um mikilvægi notkunar reiðhjólahjálma fyrir börn og unglinga. Af því tilefni gefur Eimskip öllum börnum á sjöunda aldursári á Íslandi reiðhjólahjálma, í samstarfi við Kíwanis.

Fyrstu bekkingum Ártúnsskóla verða afhendir fyrstu hjálmarnir í höfuðstöðvum Eimskips í dag. Á næstu tveimur vikum munu Kiwanisfélagar heimsækja alla grunnskóla landsins og afhenda börnum hjálma og ræða við þau um umferðaröryggi og notkun hjálmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×