Innlent

Hjólhýsi splundraðist við Grundarhverfi - varað við hvassviðri á Vesturlandi

Hjólhýsi splundraðist við Grundarhverfi á Kjalarnesi um hálfeitt í dag. Að sögn lögreglu var hjólhýsið á ferð þegar yfirbygging þess fauk af vagninum þegar snörp vindhviða skall á það. Húsið sprakk svo þegar að það lenti utanvegar.

Aftakaveður hefur verið á vesturlandi í dag og hefur vindurinn farið í 40 m/sekúndu. „Það má búast við fárviðrishviðum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í dag og jafnvel líka á morgun. Þetta eru mjög krítísk svæði í þeirri vindátt sem nú ríkir, sem er norðaustanátt," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2.

Vegagerðin varar vegfarendur við hvassviðrinu við Hafnarfjall og Kjalarnes og eins miklu hvassviðri og hugsanlegu sandfoki á Mýrdalssandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×