Innlent

Barði kynsystur sína með hafnaboltakylfu

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/HKRr.

Stúlka á Akranesi hefur verið kærð fyrir líkamsárás en henni er gefið að sök að hafa slegið kynsystur sína með hafnaboltakylfu.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Akranesi að fórnarlambið hafi kært árásina í vikunni. Árásarstúlkan, sem var á svipuðum aldri, hafði boðað hana til sín og þær síðan farið í bílferð til að ræða einhver ágreiningsmál. Í bílferðinni barði hún fórnarlambið nokkrum sinnum.

Bifreiðinni var síðan ekið á afvikinn stað þar fórnarlambið var rekið út og þar var stúlkan barin að minnsta kosti tvisvar með hafnaboltakylfu í mjöðmina. Sú sem stóð að árásinni hefur verið yfirheyrð og einnig vitorðsmaður hennar sem ók bifreiðinni. Bæði viðurkenndu aðild sína að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×