Innlent

Ástþór ítrekar kæru sína á hendur Þórunni Guðmundsdóttur

Ástþór Magnússon hefur ítrekað kæru sína á hendur Þórunni Guðmundsdóttur fyrir ummæli sem hún lét falla hér á Vísi um framboð Ástþórs í síðustu forsetakosningum.

Í bréfi sem Ástþór hefur sent til Umboðsmanns alþingis, Lögreglustjórans í Reykjavík, dómsmála- og utanríkisráðuneytisins og Hæstaréttar segir m.a. að þrátt fyrir að kæran hafi verið send yður fyrir meira en fjórum mánuðum, hafa engin svör borist, annað en bréf Umboðsmanns Alþingis 21 janúar s.l. þar sem hann vísar málinu til Saksóknara Ríkisins og segir málið falla undir verksvið þess embættis.

"Eftir fleiri símtöl til þess embættis fékk ég þær upplýsingar að málið hefði verið sent til Lögreglustjórans í Reykjavík og þar yrði tekið á málinu.

Þrátt fyrir að hafa síðan ítrekað spurst um gang málsins hjá Lögreglustjóra hafa engin svör borist," segir Ástþór í bréfinu.



"Málið er því sent nú aftur til yðar og þess krafist að Umboðsmaður Alþingis og önnur embætti sem tilgreind eru hér að ofan taki á þessu máli án tafar.

Forsetakjör við þær aðstæður sem hafa skapast vegna ummæla oddvitans og aðgerðarleysi embættis yðar í málinu, er brot á stjórnarskrá og ólögmætt "Sviðsett Lýðræði" sem útilokað er að gerast þátttakandi í, enda eru slíkar kosningar alls ekki við hæfi í vestrænu lýðræðisríki og Íslendingum til skammar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×