Innlent

Eldri borgarar hafa áhyggjur af ástandi á hjúkrunarheimilum

Eldri borgarar sendu Guðlaugi Þ. Þórðarsyni heilbrigðisráðherra bréf.
Eldri borgarar sendu Guðlaugi Þ. Þórðarsyni heilbrigðisráðherra bréf.
Margir hafa hringt til Landssambands eldri borgara í dag og lýst áhyggjum sínum vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að heimilismaður á dvalarheimili á Djúpavogi hafi legið ósjálfbjarga á gólfi næturlangt. Enginn næturvarsla er á heimilinu og enginn neyðarhnappur í vistarverum heimilismanna. Eldri borgarar spyrja sig hvað hefði gerst ef eldsvoði hefði komið upp við þessar aðstæður.

Í bréfi sem Landssamband eldri borgara sendi heilbrigðisráðuneytinu segir að næturvarsla og neyðarhnappur verði að vera í íbúðarhúsnæði eldri borgara. Jafnframt verði brunavarnir verða að vera í fullkomnu lagi.

Þá verði jafnræði að ríkja milli stofnana í daggjöldum. Það gangi ekki eð einkaaðilum skuli tryggðar 20.000 kr. daggjöld á íbúa á meðan opinberar stofnanir verði að láta sér nægja 16.000 krónur. Dæmi um misræmi af þessu tagi hafi borist skrifstofu LEB.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×