Innlent

Útlit fyrir metfjölda í maraþoninu

MYND/Vilhelm

Um fimmtungi fleiri hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ár en um svipað leyti í fyrra. Segir í tilkynningu aðstandenda að ef fram haldi sem horfi stefni enn og aftur í metþátttöku í halupinu.

Nærri 11.500 manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra en þar af hlupu um 7000 í götuhlaupi maraþonsins og liðlega 4400 börn tóku þátt í Latabæjarhlaupinu á lóð Háskóla Íslands.

Á föstudaginn var, átta dögum fyrir hlaup, höfðu nærri 3400 skráð sig til leiks en í fyrra þegar níu dagar voru til hlaups höfðu tæplega 2800 manns skráð sig.

Tæplega 580 höfðu skráð sig í heilt maraþon á föstudaginn og um 850 í hálft en það er hátt í 30 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Langmest fjölgun hefur orðið á skráningum í Latabæjarhlaup Glitnis en nærri lætur að 20 sinnum fleiri börn hafi skráð sig í hlaupið í ár miðað við sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×