Innlent

Ragnar segist ekki hafa brennt bíl Benjamíns

Ragnar Magnússon
Ragnar Magnússon

Ragnar Magnússon athafnamaður segir það alrangt að hann hafi kveikt í lúxusbifreið á Naustabryggju um helgina eins og eigandi hennar, Benjamín Þór Þorgrímsson heldur fram í DV í dag. Ragnar er í Taílandi um þessar mundir.

VW Touareq jeppi Benjamíns gjöreyðilagðist um helgina. Svo virðist sem kveikt hafi verið í jeppanum en hann stóð í ljósum logum á bílastæði fyrir utan heimili Benjamíns við Naustabryggju.

Benjamín og Ragnar eiga hafa staðið í deilum um nokkurt skeið. Ragnar kærði Benjamín til lögreglu fyrir að hafa handrukkað sig þegar Ragnar var eigandi nokkura skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur. Benjamín kærði Ragnar á móti fyrir meiðyrði.

Ragnar átti svo bíla sem kveikt var í á Vatnsleysuströnd í desember á síðasta ári.

Nú ætlar Ragnar að kæra Benjamín fyrir ummæli hans um sig í DV í dag. Þar segir Benjamín: "Það er nú eiginlega bara einn maður sem kemur til greina, jafnvel þótt hann sé farinn til Taílands...Þetta er ekkert flókið."

"Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug," segir Ragnar Magnússon um þessi orð Benjamíns. "Ég hef rætt við lögmann minn og við munum kæra þetta."

Ragnar segist ekki hafa komið nálægt þessu máli enda sé hann að slaka á í Taílandi. "Hér er 35 stiga hiti og ég er meira að passa upp að á að ég brenni ekki í sólinni frekar en að spá í að brenna einhverja bíla á Íslandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×