Innlent

Sumarbúsaðaeigendur stöðvuðu þjófa

Frá Grímsnesi.
Frá Grímsnesi. MYND/GVA

Ungmenni í ránsferð um sumarbústaði við Bjarkarborgir í Grímsnesi voru stöðvuð við iðju sína á dögunum.

Það var þó ekki lögregla sem stöðvaði þau heldur nokkrir sumarhúsaeigendur á svæðinu sem króðuðu ungmennin þrjú af þar sem þau voru í bíl. Kallað var á lögreglu sem handtók ungmennin en í fórum þeirra fundust meðal annars hljómtæki og áfengi sem stolið hafði verið úr sjö bústöðum á svæðinu.

Ungmennin viðurkenndu innbrotin við yfirheyrslur en þau neituðu að eiga þátt í öðrum innbrotum sem átt hafa sér stað í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi að undanförnu.

Við þetta má bæta að lögregla leitar að einhverjum sem veitt geta upplýsingar um innbrot í sumarbústað í byggingu við Dvergshraun í landi Miðengis í Grímsnesi. Þaðan var stolið verðmætum verkfærum. Eru þeir sem telja sig hafa orðið varir við óvenjulegar mannaferðir í Dvergshrauni, sem er vestan við Biskupstungnabraut hjá Kerinu, að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×