Innlent

Matseðill Condoleezzu Rice leyndarmál

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Þau eru ekki mörg hernaðarleyndarmálin sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á að varðveita en eitt hefur nú bæst á listann. Forsætisráðuneytið hefur neitað að veita Vísi upplýsingar um hvað verði á matseðlinum í hádegisverðarboði í Ráðherrabústaðnum á morgun þar sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, snæðir í boði forsætisráðherra.

Hjá ráðuneytinu fengust þær upplýsingar að þar sem um vinnuhádegisverð væri að ræða en ekki hátíðarmálsverð yrðu upplýsingarnar ekki látnar fjölmiðlum í té og þar við situr.

Rice fundar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í Höfða í fyrramálið og heldur þar blaðamannafund í framhaldinu. Þaðan verður svo haldið til fyrrnefnds hádegisverðar í boði Geirs H. Haarde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×