Erlent

Horta boðið starf yfirmanns mannréttindamála hjá SÞ

Jose Ramos-Horta, forseta Austur-Tímor, hefur verið boðið að taka að sér embætti yfirmanns mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum.

Ramos-Horta mun hafa óskað eftir sólahringsfresti til að hugsa málið. Heimildarmenn AP-fréttastofunnar í þinginu á Austur-Tímor segja hins vegar að hann hafi þegar ákveðið að þekkjast boðið. Fari svo þarf að kjósa nýjan forseta landsins innan þriggja mánaða.

Stjórnmálaksýrendur óttast að það muni afhjúpa djúpstæðan klofning milli fylkinga í landinu og jafnvel verða til að átök blossi upp. Ramos-Horta fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1996 en hann barðist lengi fyrir sjálfstæði Austur-Tímor frá Indónesíu. Hann var kosinn forseti til fimm ára í maí í fyrra. Liðhlaupar í her landsins reyndu að ráða Ramos-Horta af dögum í febrúar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×