Innlent

Fimm sækja um embætti ríkisendurskoðandA

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hættir eftir 16 ára starf.
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hættir eftir 16 ára starf.

Fimm sóttu um embætti ríkisendurskoðanda sem auglýst var nýverið en Sigurður Þórðarson lætur af því embætti í sumar eftir 16 ára starf.

Umsækjendur eru Birgir Finnbogason, sem starfar við ráðgjafar- og endurskoðunarstörf, Óskar Sverrisson, sem starfar sem endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun, Rúnar Bjarni Jóhannsson, sem starfar sem sviðsstjóri fjármálasviðs Landspítalans, Sigurgeir Bóasson, sem starfar sem endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun, og Sveinn Arason, sem starfar sem skrifstofustjóri og endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×